gâcher
Nos hôtes sont venus participer aux réjouissances, ce qui n’a pas gâché le plaisir. Ekki spillti það ánægjunni að gestgjafar okkar komu til að taka þátt í gleðinni með okkur.
Nous ne voulions pas gâcher le plaisir des enfants. Við vildum ekki eyðileggja skemmtunina fyrir krökkum.
gâchis
Personne ne remarquera que j’ai fait |tout ce gâchis| toutes ces {taches} {saletés}| . Það kemst enginn að því að ég sóðaði svona út.
gaffe
Faire une gaffe, commettre une bévue, gera |axarskaft| glappaskot| afglöp|.
gagnant
Gagnant à la loterie, lottóvinningshafi.
gagner
(Travailler pour) gagner sa vie, |framfleyta| vinna fyrir| sér, draga björg í bú.
Gagner sa croute, vinna fyrir brauði sínu.
Gagner du terrain (par ex. aux élections), vinna á.
Gagner, remporter la victoire, bera sigur úr býtum.
L’auteur compare la campagne et la ville et c’est la campagne qui |gagne| l’emporte|. Höfundurinn ber saman sveit og borg og hefur sveitin það betur.
|Gagner de l’argent avec| faire du bénéfice sur| tirer profit de| q.ch, |græða| hagnast| þéna| {maka} {mata} krókinn| á e.u.
Ils |ont beaucoup de chances| sont presque sûrs| de gagner. Þeir eru |sigurstranglegir| sigurvænlegir|.
|Gagner| rallier| q.n à sa cause, vinna e.n á sitt band.
galerie
Pour la |galerie| frime| façade|, par ostentation, til sýndarmennsku.
galvanisation
Galvanisation des foules, envoutement collectif, múgsefjun, hópsefjun.
galvaniser
Ce populiste |galvanise| emballe| enthousiasme| les spectateurs. Þessi lýðskrumari tryllir áhorfendur.
gang
Gang, bande, glæpaflokkur, glæapasamtök, glæpahringur, glæpagengi.
garage
Louer un emplacment dans un garage, leigja stæði í bílskýli.
garant
En cas d’urgence, l’Etat peut |se porter garant des| apporter sa garantie aux| institutions en difficulté. Í neyðartilvikum getur ríkið ábyrgst stofnanir í klípu.
garantir
Le producteur garantit la qualité de la marchandise jusqu’à la date mentionnée. Framleiðandinn ábyrgist gæði vörunnar fram að dagsetningunni.
Il n’y a aucune certitude que nos intérêts soient mieux |garantis| sauvegardés| dans l’Union européenne. Það er ekki sannfæring fyrir því að hagsmunum okkar sé best borgið í Evrópusambandinu.
garde 1
|{Etre} {se tenir} sur ses gardes contre | faire attention à| se méfier de | [q.n] [q.ch], |{vara sig} {gæta sín} á| vera á verði gagnvart| gjalda {varhuga} {varúð} við| [e.m] [e.u].
Il est important |{d’être} {de se tenir} sur ses gardes| d’ouvrir l’œil| de prendre toutes ses précautions|. Það er mikilvægt að |hafa {fullan} {allan} varann á| gæta fullrar varúðar| vera á {varðbergi} {verði}| hafa vaðið fyrir neðan sig|.
Rester |sur ses gardes| vigilant|, halda vöku sinni.
Si on n’y prend garde, ef ekki er að gætt.
Mettre q.n en garde contre un danger, vara e.n við hættu (D).
La baby-sitter avait infligé des peines corporelles à l’enfant dont elle avait la garde. Barnfóstra hafði beitt barn sem hún var með í gæslu líkamlegri refsingu.
Différend entre parents divorcés à propos de la |garde| tutelle| des enfants, |forsjárdeila| forræðisdeila| fráskilinna foreldra.
Il est du devoir des parents de se mettre d’accord sur une garde conjointe des enfants après le divorce ou la fin de la cohabitation. Það er skylda foreldra að leita sáttar um |sameiginlega forsjá| sameiginlegt forræði| – |barna| yfir börnum| eftir hjónaskilnað eða sambúðarslit.
Etre mis en garde à vue, vera |úrskurðaður|dæmdur| í gæsluvarðhald, sæta gæsluvarðhaldi.
Elle avait exigé qu'il soit mis en garde à vue tant que l'enquête serait en cours. Hún hafði krafist gæsluvarðhalds yfir honum á meðan málið væri í rannsókn.
Etre de garde (au service des urgences), hafa bráðavakt.
Aller au service de garde (médicale), leita til læknavaktarinnar.
Deux membres du personnel |sont de {garde} {permanence}| assurent la permanence| et traitent les plaintes. Tveir starfsmenn |eru| standa á| bakvakt og sinna kvörtunum.
Médecin de garde, |vakthafandi| vaktandi| læknir.
Le personnel soignant doit travailler plus et assurer des gardes supplémentaires. Sjúkraliðar verða að vinna meira og taka aukavaktir.
Garde côtière, strandgæsla.
Garde civique, varnarsamtök.
Il téléphona à une ambulance et ensuite |au service de| à la| garde de la Protection de l'enfance. Hann hringdi fyrst á sjúkrabíl og síðan í bakvakt Barnaverndarnefnar.
garde 2
Garde, gardien, agent de la sécurité, öryggisvörður.
Garde du corps, lífvörður.
Le président est escorté par des gardes du corps. Forsetinn nýtur fylgdar lífvarða.
Cette faillite est un exemple tellement flagrant de l’incroyable |gaspillage| dilapidation| des deniers publics qu’aucun autre exemple ne peut soutenir la comparaison. Þetta gjaldþrot er svo stórbrotið dæmi um ótrúlegan austur á almannafé að önnur dæmi standast engan samjöfnuð.
garder
Il est très difficile de |garder| respecter| s’en tenir à |cette rigoureuse discipline de renoncement. Það er mjög erfitt að halda uppi þeim stranga sjálfsneitunaraga.
Nous voulons |garder| conserver| maintenir| les vieilles traditions. Við viljum |halda við gömlum siðum| varðveita gamla siði|.
J’ai gardé mon calme. Ég hélt ró minni.
Tant que je garde une assez bonne santé, je préfère rester chez moi. Meðan ég held sæmilegri heilsu vil ég heldur vera heima.
Pour que je puisse garder les brebis, il faut qu’elles aient deux agneaux dans l’année. Ærnar þurfa helst að vera tvílembdar innan árs til þess að ég haldi í þær.
Tout avait été |gardé| maintenu| dans le même état. Öllu var haldið í sama horfi.
Il est conseillé de |garder| conserver| tous les reçus si on a l’impression d’être arnaqué. Það er ráðlegt að halda öllum kvittunum til haga ef maður telur sig hlunnfarinn.
Certains pensent que nous devons garder la couronne islandaise. Sumir halda að við þurfum að halda í íslensku krónuna.
Et malgré tout, il gardait sa joie de vivre et son humour. Hann hélt þó í lífsgleðina og húmorinn.
L’enfant est gardé par sa grand-mère. Barnið er í pössun hjá ömmu sinni.
Vous pouvez garder ces opinions pour vous, elles ne m'intéressent pas. Þú getur haft þessar skoðanir út af fyrir þig, ég hef engan áhuga á að heyra þær.
Gardons ce problème pour plus tard. Pour l'instant, laissons ce problème de côté. Við skulum láta þetta vandamál mæta afgangi í bili.
Il |{se gardait} {évitait} d’| veillait à ne pas| exprimer ses sentiments. Hann |varaðist| forðaðist |tók sér vara við (því)| gætti sín á (því)| að tjá tilfinningar sínar.
gardien
Gardien, garde, agent du personnel de sécurité, öryggisvörður.
Les gardiens du poste de péage peuvent si besoin en est donner des instructions aux conducteurs. Vaktmenn í gjaldskýli geta komið leiðbeiningum til ökumanna ef nauðsyn krefur.
gare
A la gare |principale| centrale|, á |aðallestarstöðinni| aðalbrautarstöðinni|.
gaspillage
Il s’agit maintant de payer |le gaspillage| l’imprévoyance| la prodigalité| des années précédentes. Nú er komið að skuldadögum fyrir |óráðsíu| bruðl| eyðslusemi| fyrirhyggjuleysi| undanfarinna ára.
gaspiller
C’est ainsi que |sont gaspillés| se perdent| partent en fumée| des millions d’euros. Svona fara miljónir evra |í súginn| til ónýtis|.
gastronomique
restaurant gastronomique, sælkeraveitingastaður.
gâteau
Recevoir la plus grand part du gâteau, fá |bróðurpartinn| bróðurhlutann| af e.u.
gâter
Dans les petites villes, les jeunes |ne sont pas gâtés| sont mal lotis| pour ce qui est des loisirs. Í smábæjum hafa unglingar |úr litlu| ekki úr miklu| að moða í skemmtanalífi.
Une grande partie de la marchandise s’est |gâtée| perdue| avariée|. Stór hluti vörunnar |fór til spillis| spillist|.
La vie ne l’a pas gâté. On ne lui a pas mâché la tâche. Lífið lék ekki við hann. Það var ekki mulið undir hann.
gauchement
Le gouvernement s’y est pris |gauchement| lourdement| maladroitement|. Stjórnin tók |þunglamalega| þyngslalega| klunnalega| klaufalega| á málinu.
gaz
Gaz à effet de serre, gróðurhúsalofttegund.
Il y a |de l’eau dans le gaz chez eux| des tensions entre eux|. Le torchon brule chez eux. Ils ont des désaccords. Ils sont en désaccord. Það er |missætti| ósætti| með þeim. Nú hefur e.ð dottið í drykkjarvatnið milli þeirra.
La police a utilisé des canons à eau et du gaz poivre contre le groupe de fauteurs de troubles. Lögregla beitti vatnsdælum og piparúða gegn hópi æsingamanna.
géant
|Se développer| évoluer| à pas de géant, þróast risaskrefum.
gel
Le gel diminue. Le temps se radoucit. Það |linar frost| svignar|.
La moitié des prairies a été ravagée par le gel. Helmingur túna er |kalinn| ónýtur vegna kals|.
gelées
De fortes gelées, frosthörkur.
geler
Geler [un compte] [des avoirs], frysta [reikning] [eignir].
L’étang |a| est| gelé. Tjörnin |fraus| lagði|.
L’étang |{a} {est}|gelé| est recouvert d’une couche de glace (et de neige)| Tjörnina lagði.
Il gèle à pierre fendre. Það er |brunagaddur| hörkufrost| nístandi frost| fimbulfrost|. Það eru frosthörkur.
gênant
Il aurait été gênant de sortir un dictionnaire. Það hefði verið |neyðarlegt| óþægilegt| að draga upp orðabók.
Il est |gênant| ennuyeux| désagréable| de devoir supprimer des visites de soins à domicile pour cause de maladie du personnel. Það er |bagalegt| óþægilegt| ef heimsóknir til heimahjúkrunar falla niður vegna veikinda starfsfólks.
gêne
Etre dans la gêne, avoir des difficultés financières, être dans une situation (financière) précaire, berjast í bökkum, eiga á brattann að sækja, lifa við þröng kjör.
gène
La généalogie est un instrument puissant dans la recherche des gènes vecteurs de maladies. Ættfræði er öflugt hjálpartæki í leit að meingenum.
généalogique
Nous avons établi une base de données généalogiques. Við höfum sett saman ættfræðigrunn.
gêner
Elle fait la gênée. Hún gerir sig feimna.
Elle souriait d'un air gêné quand on lui adressait la parole. Hún brosti vandræðalega þegar yrt var á hana.
général
Cours généraux, almenn kennsla.
On n’est pas parvenu à un accord sur des mesures |générales| d’ensemble|. Ekki hefur náðst samstaða um neinar heildstæðar ráðstafanir.
Parler |de façon générale| sans entrer dans les détails|, tala |almennt| vítt og breitt|.
Grève générale, allsherjarverkfall.
généralement
|Généralement| en général| la plupart du temps| le plus souvent| habituellement|, la publicité s’adresse à l’ensemble de la population. |Lengst af| venjulega| mestan tímann| oftast| er auglýsingum beint til allrar þjóðarinnar.
généralisation
Il me semble que ces slogans impliquent une dangereuse généralisation. Mér finnst felast hættuleg alhæfing í þessum slagorðum.
généraliser
Une maladie terminale telle un cancer généralisé, lokastigssjúkdómur eins og útbreitt krabbamein.
générer
Dans ces pays, l’évolution démocratique a déjà |généré| engendré| un changement d’attitude. Í þessum löndum hefur lýðræðisþróunin þegar getið af sér viðhorfsbreytingu.
L’injustice |génère| engendre| la haine. Óréttlæti elur af sér hatur.
généreux
Je te remercie pour le généreux accueil. Ég þakka þér (fyrir) rausnarlegar móttökur.
générique
Les (médicaments) génériques sont meilleur marché. Samheitalyf eru ódýrari.
Le générique (d’un film), nafnalisti.
génétique
Matériel génétique, erfðaefni.
génétiquement
Organisme génétiquement modifié, erfðabreytt lífefni.
génial
Et alors, il a eu une idée géniale. Og þá datt honum snjallræði í hug.
géniteur
Blóðfaðir.
génome
On a dressé la carte du génome de cette plante. Þau hafa kortlagt |genamengi| erfðamengi| plöntunnar.
genou
Une mauvaise saison pourrait mettre à genoux l’agriculture du pays. Hallæri gæti |komið á {hné} {kné} landbúnaðargeira (D)| knésett landbúnaðargeira (A) | landsins.
Il a mis à genoux ses adversaires. Hann |kom á {hné} {kné}| vann bug á| keppinautum sínum. Hann knésetti keppinauta sína.
genre
Quel genre de personnes vont à la messe tous les dimanches ? Hvernig fólk sækir messu á hverjum sunnudegi ?
Ces appareils et d’autres du même genre, þessi tæki og önnur ámóta.
Genre (identité sexuelle), kyngervi.
gentil
Aussi gentil qu’intelligent, vænn og kænn.
Au début, ils étaient assez fermés, mais maintenant, ils sont très gentils avec moi. Til að byrja með voru þeir frekar lokaðir en núna koma þeir vel fram við mig.
Gentil, prévenant, plein d'égards, nærgætinn, nærfærinn, umhyggjusamur.
gerbe
Le camion le dépassa en rejetant derrière lui des gerbes d'eau. Vöruflutningabíllinn óð fram úr honum með vatnsgusum.
gérer
La police |gère| contrôle| parfaitement la situation. Lögreglan hefur ágæta stjórn á ástandinu.
Sans soutien, ils |{sont incapables de gérer} {n’ont pas le contrôle de} leur propre vie| sont incapables de mener leur barque |. Þau |ráða ekki við líf sitt| ná ekki tökum á lífi sínu| óstudd.
gériatre
Öldrunarfræðingur
gériatrie
Öldrunarfræði, öldrunarlækningar.
Il est en section gériatrie. Hann er á öldrunar(lækninga)deild.
gestation
Le pacte national est en gestation. Þjóðarsáttin er í |burðarliðnum| bígerð|.
gesticuler
Gesticuler des pieds et des mains, baða úr öllum öngum.
gestion
Si les municipalités n'ont pas les moyens de revoir nos salaires, il incombe à l'Etat de reprendre la gestion des écoles primaires. Ef sveitarfélögin hafa ekki efni á að leiðrétta laun okkar, ber ríkinu að taka við rekstri grunnskólanna á ný.
gite
Logis et nourriture, gite et couvert, uppihald, uppihaldskostnaður.
Procurer à q.n le gite et le couvert, sjá e.m fyrir uppihaldi.
glace
La gamine voulait avoir une glace au cinéma. Stelpan vildi fá íspinna í bíói.
glaciaire
|Coulée| langue| glaciaire, skriðjökull.
L'énergie électrique est en grande partie produite par les centrales alimentées par les rivières glaciaires. Raforka er að stórum hluta framleidd |með virkjunum í jökulám| í virkjuðum jökulám|.
glas
Des sanctions économiques pourraient |sonner le glas pour| {être fatales} {porter un coup fatal} à| régler (définitivement) le sort de| l’économie du pays. Efnahagslegar refsiaðgerðir gætu gert útaf við hagkerfi (A) landsins.
glissant
Route très glissante, flugháll vegur.
glisser
Une erreur s’est glissée dans le texte. Það hefur slæðst villa inn í textann.
Il lui avait (discrètement) glissé un paquet de cigarettes. Hann hafði gaukað sígarettupakka (D) að honum.
Les souris se sont glissées dans leurs trous. Mýsnar |smeygðu sér| smugu| inn í holur sínar.
|Se glisser dans |enfiler| [des pantoufles] [un pantalon], smeyga sér í [inniskó] [buxur].
glissière
Glissière de sécurité (d’une route), vegrið.
global
Le tribunal traitera cette affaire |de façon globale| dans sa globalité|. Dómstóllinn mun taka málið fyrir á heilstæðan hátt.
Les glaciers reculent rapidement en raison du réchauffement (climatique) |global| planétaire|. Jöklarnir hopa hratt vegna hnattrænnar hlýjunar.
globalisation
La globalisation [des relations] [du commerce], hnattvæðing á [samskiptum] [viðskiptum].
La globalisation uniformise tout. Hnattvæðingin (út)jafnar allt.
glousser
Glousser, pousser des petits rires étouffés, skríkja, flissa.
gonflable
Les enfants jouaient dans un château gonflable. Börnin voru að leika sér í hoppukastala.
gonfler
Mes coudes commencent à gonfler. Ég er farinn að |þrútna| bólgna| í olnbogunum.
Il avait le nez |gonflé| tuméfié|. Nefið var |þrútið| bólgið|.
Elle avait le visage défait et les yeux rouges et gonflés. Hún var tekin í andliti og augun voru rauðþrútin.
Les journaux ont gonflé l’affaire. |Málið var blásið upp| málinu var slegið upp| í blöðunum.
Les rivières gonflent. Það er belgingur í ánum.
gorge
On nous a mis le couteau sur la gorge. Hnífi hefur verið brugðið að barka okkar.
Ça me |reste en travers de la gorge| contrarie|. Je ne l’ai pas encore digéré. Það stendur mér enn fast í koki.
gorgée
Il a bu une gorgée de whisky. Hann |fékk sér {teyg} {sopa} af| {dreypti} {saup} á| viskíi.
Il a bu une bonne gorgée de whisky. Hann fékk sér |vænan teyg| stóran sopa |gúlsopa| slurk| af viskíi.
Boire q.ch par petites gorgées, siroter q.ch, sötra e.ð.
goulument
Il avalait goulument la fumée dans ses poumons. Hann sogaði reykinn áfergjulega niður í lungun.
gourmand
Il est |gourmand| friand| avide| de douceurs. Hann er |gefinn fyrir| {sólginn} {áfjáður} {fíkinn} í| sætindi.
gourmandise
Il y avait là plein de |gourmandises| mets exquis| friandises|. Þarna var mikið af |krásum| kræsingum| góðgæti|.
gourmet
Sælkeri, matgæðingur.
gout
J’aime bien ton appartement ; tu as bon gout. Mér líst á íbúðina þína ; þú |ert smekkvís| hefur góðan smekk|.
gouter
Le poisson a [bon gout] [un gout excellent]. Fiskurinn |smakkast| bragðast| [vel] [ágætlega]. Fiskurinn er [góður] [ágætur] á bragðið.
Gouter q.ch, |smakka| bragða| – |e.ð| á e.u|.
goutte
Il essuya la goutte qui lui pendait au nez. Hann þurrkaði sultardropa úr nefinu.
goutter
La pluie gouttait au bord de son chapeau. Rigniningin lak af hattbardinu.
gouverner
C’est un mari gouverné par sa femme. Il est sous la coupe de sa femme. C’est elle qui porte la culotte. Hann |er undirokaður af konu sinni| býr við konuríki|.
gouverneur
Gouverneur d’un Etat (p. ex de la Californie), ríkisstjóri.
gps
GPS, système de navigation, staðsetningartæki.
grabuge
Faire du |grabuge| tapage|, bramla, gera |gauragang| ólæti| hávaða| hávaðalæti| braml|.
grâce
S’insinuer dans les bonnes grâces de q.n, |vinna sér hylli| ná hylli (D)| e.s.
|Etre {dans les bonnes grâces} {le préféré}| avoir la faveur| de q.n, |eiga upp á pallborðið| vera {mikils metinn} {vinsæll} {í náðinni} {í uppáhaldi}| hjá e.m, njóta hylli e.s.
Cette crise de rhumatisme va |me donner le coup de grâce| m’achever| ! Þetta giktarkast gerir útaf við mig !
Un imprévu de plus pourrait |lui {donner le coup de grâce} {être fatal}| l’achever|. Ein óvænt uppákoma enn gæti riðið honum að fullu.
gradin
Le toit recouvrira partiellement les gradins entourant le terrain. Þakið mun þekja áhorfendapallana umhverfis leikvanginn að hluta.
grain
Mettre son grain de sel, placer son mot, se mêler à la conversation, leggja orð í belg, leggja til málanna, skjóta orði inn í umræðu.
Tout qui a un grain de bon sens comprendra que..., hverjum sem vitglóru hefur mun vera ljóst að...
|La texture| le grain| du [papier] [béton] [cuir], áferð [pappírs] [steypu] [leðurs].
graisse
(Couche de) graisse (des [phoques][baleines]), spik, [selspik][hvalspik].
Attraper une couche de graisse, engraisser fortement, hlaupa í |spik| blístur|.
graisser
Des fonctionnaires honnêtes qui |ne se laissent pas {graisser la patte} {corrompre} {stipendier} {acheter} {soudoyer}| n’acceptent pas de pots-de-vins|, heiðarlegir embættismenn sem |láta ekki múta sér| þiggja engar mútur|.
grand
Il s’est rendu sans grande résistance. Hann gafst upp á teljandi mótþróa.
grandeur
En grandeur nature, í fullri líkamsstærð.
graphique 1
Examinons la courbe dans le quatrième graphique. Við skulum athuga kúrfuna á fjórða línuriti.
graphique 2
Nous avons la même conception |de la réalisation| du design| graphique du livre. Við höfum svipaðar hugmyndir um myndræna útfærslu á bókinni.
grapiller
|Grapiller| économiser| un peu d'argent, öngla saman peningum.
grappin
Il essaye de mettre le grappin sur nos biens. Hann reynir að |krækja| næla sér| læsa klónum| í eignir okkar.
gras
Devenir gras comme un porc, grossir énormément, hlaupa í |blístur| spik|.
Il avait la méchante toux |grasse| chargée (de graillons)| des fumeurs invétérés. Hann hóstaði ljótum hryglukenndum keðjureykingahósta.
gratte-papier
Gratte-papier, rond-de-cuir, blýantsnagari, skrifstofublók.
gratter
Gratter [de la guitare] [du violon], |sarga| urga| glamra| á [fiðlu] [gítar](A).
J'achète parfois un billet à gratter, à part ça, je ne joue presque jamais au loto. Ég kaupi stundum skafmiða, annars spila ég næstum aldrei í lottói.
gratuit
Le concert est gratuit. |Frítt| ókeypis| er í tónleika.
Aujourd’hui, on a eu l’entrée gratuite sur la piste de ski. Í dag fengum við frítt á skíðasvæði.
Ces affirmations |sont {gratuites} {dénuées de (tout) fondement}| ne reposent sur rien| ne sont aucunement fondées|. Þessar fullyrðingar |hafa {ekki við neitt að styðjast} {ekkert til að styðjast við}| eru úr lausu lofti gripnar|.
grave
Elle a été hospitalisée dans un état grave. Hún liggur þungt haldin á sjúkrahúsi.
La situation est très |grave| sérieuse|. Ástandið er grafalvarlegt.
Une atmosphère |grave| lourde| pesante|, alvöruþrungið andrúmsloft.
Elle me taquine parfois mais |ce n’est pas grave| ça ne fait rien|. Hún stríðir mér stundum en það | skiptir engu máli| gerir ekkert til|.
Elle regardait devant elle d’un air grave. Hún horfði þungbúin fram fyrir sig.
graver
Cet évènement |est| reste| gravé dans ma mémoire. Þessi atburður hefur greypst mér í minni. Mér |líður| hverfur| gengur| þessi atburður ekki úr hug.
gravide
[Vache] [brebis] qui n’a pas encore été gravide, óborin [kýr] [ær].
gravier
Il faut aménager des sentiers (recouverts) de gravier. Það þarf að leggja mal(ar)borna |stiga| stíga|.
Le conducteur a perdu le contrôle du véhicule sur |le gravier| les gravillons|. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í lausamöl.
Route |en {gravier} {terre battue}| non asphaltée, malarvegur, vegur með |óbundnu slitlagi| möl og grjóti|.
gré
Ils devront |bon gré mal gré| qu’ils le veuillent ou non| obtenir la permission de celui qui détient le brevet de la marque en question. Þeir verða nauðugir viljugir að fá leyfi hjá þeim manni sem hefur einkaleyfi á þessu vörumerki.
J’agirai |à mon gré| comme je l’entends| comme bon me semble|. Ég geri þetta |eins og mér þók(k)nast| {eftir} {að} eigin geðþótta|.
Je veux agir |à mon gré| comme je l’entends| comme bon me semble| dans le choix de mes loisirs. Ég vil hafa mína hentisemi með val tómstunda.
Faire q.ch de bon gré, gera e.ð með ljúfu geði.
Vous nous avez été d'un grand secours et nous vous en |savons gré| sommes reconnaissants|. Þú hefur verið okkur einstakllega hjálpleg og við metum það við þig.
greffer
On lui a greffé un nouveau cœur. On lui a fait une greffe du cœur. Il a subi une transplantation cardiaque. Það var grætt nýtt hjarta í hann.
grelotter
Il grelottait de froid. Honum |var| varð| hrollkalt.
grésillement
Il mit le disque sur le tourne-disque. Au début, on entendait un léger grésillement. Hann setti plötu á fóninn. Það heyrðist aðeins surg í upphafi.
grésiller
Ce vieux disque grésille. Það surgar í þessari gömlu plötu.
grève
Pendant toute (la durée de) la grève, í öllu verkfallinu.
Faire la grève de la faim, vera í |hungurverkfalli| mótmælasvelti|.
Grève générale, allsherjarverkfall.
grever
Ces augmentations d’impôt |grèvent| pèsent lourdement sur| l’économie. Þessar skattahækkanir sliga hagkerfið.
grief
Elle |ne fait pas grief| n'en veut pas| ne tient pas rigueur| à ses parents de ne jamais avoir reçu un chien. Hún erfir ekki við foreldra að hafa aldrei fengið hund.
griffonnage
Il est impossible de déchiffrer ces |griffonnages| pattes de mouche|. Það er ógerningur að ráða fram úr þessu |pári| kroti| krassi|.
griffonner
Le vieillard parvint encore à griffonner ce seul mot, puis il referma les yeux et mourut. Öldungnum tókst enn að |krota| pára| hripa| þetta eina orð, svo lygndi hann aftur augunum og dó.
grignoter
Elle m’offrait toujours quelque chose de bon à grignoter quand je venais en visite. Hann átti alltaf eitthvað gott að narta í þegar ég kom í heimsókn.
grillage
Le ballone est passé par dessus deux grillages. Boltinn fór yfir tvö grindverk.
grille
La fumée s’échappe par la grille. Reykurinn fer út í gegnum ristina.
grimaçant
Il afficha un sourire grimaçant impossible à interpréter. Hann setti upp brosgrettu sem ómögulegt var að ráða í.
grinçant
Le son grinçant et désagréable de la sonnette, |sargandi| skrapandi| urgandi| og óþægilegt hljóð bjöllunnar.
Excusez-moi, dit-elle d'une voix |grinçante| perçante| stridente|. Fyrirgefðu, sagði hún skrækri röddu.
grincer
La porte grince. Það |hriktir| marrar| brakar| í hurðinni.
grincheux
Il est |grincheux| maussade| revêche| grognon| de {mauvaise} {méchante} humeur|. Hann er |önugur| fýldur| geðvondur|. Það er urgur í honum.
grisaille
Dumbungur, dumbungslegt veður.
grisonnant
Il a une barbe grisonnante. Hann er með grásprengt skegg.
grognon
Il est |grognon| maussade| revêche| grincheux| de {mauvaise} {méchante} humeur|. Hann er |önugur| fýldur| geðvondur|. Það er urgur í honum.
grommeler
Il accepta en jurant et en |grommelant| râlant| de venir à la réunion. Hann samsinnti því bölvandi of ragnandi að mæta á fund.
gros-porteur
Gros-porteur, jumbojet, breiðþota.
grossier
Il s’est montré extrêmement grossier. Hann var með mestan skætinginn og dónaskapinn.
Il est connu pour son langage grossier. Hann er þekktur fyrir |(ljótan) munnsöfnuð| grófyrði|.
Répondre |de façon |grossière| désagréable|, svara ónotum.
La grande industrie n’apporte que des solutions grossières. Stóriðja veitir aðeins groddalegar lausnir.
On a considéré que ces statues étaient trop grossières pour être mises sur un piédestal. Stytturnar hafa þótt of klossaðar til að setja á stall.
Elle avait les traits grossiers et était grassouillette. Hún var stórskorin og fremur feitlagin.
L'image manquait de netteté, elle était grossière et mal éclairée. Myndin var óskýr, grófkornuð og illa lýst.
grossièrement
Décrire q.ch |grossièrement| sommairement| succinctement| dans les grandes lignes|, lýsa e.u |í {grófum dráttum} {stuttu máli} {grundvallaratriðum}| stuttlega|.
grossir
Grossir énormément, devenir gras comme un porc, hlaupa í |blístur| spik|.
grouiller
Ce livre |grouille| fourmille| pullule| de fautes d’impression. Þessi bók er morandi í prentvillum. Það úir og grúir af prentvillum í þessari bók.
La mer |grouille| regorge| de poisson. Hafið |morar af| er auðugt að| fiski.
Cet endroit grouille de monde. Þar |úir og grúir| er krökkt| af fólki.
Elle lui ordonna de se grouiller. Hún skipaði honum að drífa sig.
groupuscule
|Un {groupuscule} {quarteron}| une {poignée} {petite bande}| d’agitateurs, slæðingur af ribböldum.
grutier
Grutier, kranastjóri.
gué
On peut passer la rivière à gué. Það et hægt að vaða ána. Áin er stæð.
guère
Ces négociations n’ont guère progressé. Þeim viðræðum hefur |lítt| varla| miðað áfram.
guérir
Comment peut-on guérir d’une phobie ? Hvernig getur maður læknast af fóbíu ?
guérison
Il |est {en voie de guérison} {convalescent}| se {remet} {rétablit}| va mieux|. Honum batnar. Hann er |á batavegi| í afturbata| að komast á skrið} {fætur}|.
Il |est en bonne voie de guérison|{se {remet} {rétablit} bien|. Honum batnar vel. Hann er |á góðum batavegi|.
guerre
Nous sommes en guerre contre les terroristes. Við eigum í stríði við hryðjuverkamenn.
Partir en guerre contre les gangs de voleurs dans les grands magasins, herja á þjófagengi í stórverslunum.
guetter
Les cambrioleurs |guettent| épient| surveillent| les maisons avant de passer à l'action. Innbrotsþjófarnir fylgjast með húsum áður en þeir láta til skarar skríða.
gueule
Avoir la gueule de bois, vera |með {timburmenn} {þynnku}| timbraður|.
C'est la que j'ai vu le monstre pour la première et la dernière fois et je n'oublierai jamais cette sale gueule. Þarna sá ég kvikindið í fyrsta og eina skipti og því smetti gleymi ég aldrei.
guichet
Retirer de l’argent au guichet automatique, taka fé út úr hraðbanka.
guider
Il me guide pour me faire entrer dans la ville. Hann leiðbeinir mér inn í bæinn.
guillemet
(Dans une dictée) Il a dit, ouvrir les guillemets “......”, fermer les guillemets. Hann sagði, tilvitnun hefst “......”, tilvitnun lýkur.
guillotine
Ils furent conduits à la guillotine. Þeir voru leiddir undir fallöxina.